Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan
 Einingaverksmiðjan

Starfsmaður við ræstingar og mötuneyti

Við óskum eftir öflugum og metnaðarfullum starfsmanni í ræstingar og mötuneyti fyrirtækisins. Starfið skiptist í ræstingar (80%) og starf í mötuneyti (20%). Við þurfum einstakling sem hefur bæði reynslu af ræstingum og starfi í mötuneyti, þar sem starfsmaður sér m.a. um að panta matarbakka einu sinni í viku og deila út þegar pöntun kemur.

Einingaverksmiðjan sérhæfir sig í og framleiðir forsteyptar lausnir fyrir breiðan hóp viðskiptavina og hefur byggt upp gríðarlega sérþekkingu og áratuga verkkunnáttu. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ræstingar í fyrirtækinu skv. þrifaáætlun 
    • Mötuneyti, búningsaðstaða, sameign, salerni, skrifstofur o.fl. 
  • Móttaka og pöntun á matarbökkum 
  • Fylla á og hreinsa kaffivélar daglega. 
  • Sér um útdeildingu á vinnufatnaði eftir þörfum og skv. reglum. 
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð, amk. 3 ára reynsla af ræstingum hjá fyrirtæki eða stofnun
  • Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg 
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
  • Vönduð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta æskileg 
  • Góð enskukunnátta skilyrði 
  • Ökuréttindi kostur
Auglýsing birt16. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Koparhella 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar