Fellaskóli
Fellaskóli

Skólaliða vantar

Fellaskóli auglýsir starf skólaliða í 50-100% starf nú þegar eða eftir samkomulagi

Fellaskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík þar sem meira en helmingur nemenda hefur annað móðurmál en íslensku. Nemendur skólans eru um 360 og starfsmenn um 90.

Skólasamfélagið í Fellaskóla hefur sett sér framtíðarsýn sem felur í sér breytingar á starfsháttum skólans. Yfirskriftin er Draumaskólinn Fellaskóli undir merkjum menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast.

Skólabragur er fjölmenningarlegur þar sem víðsýni, jöfnuður, metnaður, valdefling, virðing og sköpun eru leiðarljós.

Fagmennska starfsfólks og ástríða fyrir öflugu og litríku skóla- og frístundastarfi skiptir sköpum. Í Draumaskólanum Fellaskóla er skóla og frístundastarf samþætt fyrir börn í 1. og 2. bekk. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverf börn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að sinna nemendum í leik og starfi
  • Að sjá um daglegar ræstingar
  • Að sinna tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og jákvæðni
  • Færni í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur24. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Norðurfell 17-19 17R, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar