Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildarstjóri frístunda barna og unglinga

Fjarðabyggð óskar eftir að ráða í spennandi starf deildarstjóra frístunda barna og unglinga. Fjarðabyggð rekur félagsmiðstöðvastarf í sex kjörnum sveitarfélagsins fyrir börn á aldrinum 10-16 ára þar sem vettvangur er fyrir skemmtilegt og fjölbreytt tómstundastarf.

Markmið starfsins er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi. Deildarstjórinn ber ábyrgð á að skipuleggja starf félagsmiðstöðva og verður hluti af stjórnendateymi íþrótta- og tómstundadeildar.

Um er að ræða 100% starf. Vinnutíminn er mestmegnis virka daga ásamt einstökum kvöldvöktum og ferðum á vegum Samfés (Landssamband félagsmiðstöðva og ungmennahúsa) og viðburða tengt starfinu.

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á fjölskyldusviði er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning á faglegu starfi félagsmiðstöðva ásamt að framkvæma og skipuleggja starfið í samvinnu við stjórnanda, starfsmönnum og börnum og unglingum.
  • Umsjón með verkefninu heilsueflandi samfélags og eflir framgang þess.
  • Sinna forvörnum með því að vera jákvæð fyrirmynd, fræða, fjalla um og hafa jákvæð áhrif á börn og unglinga með hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi.
  • Tekur þátt í skipulagningu námskeiða vinnuskólans.
  • Er leiðbeinandi og veitir starfsmönnum leiðsögn og/eða tilsögn um framkvæmd vinnunar.
  • Öflun og greining upplýsinga um forvarnarmál sveitarfélagsins.
  • Þátttaka í stefnumörkun í forvarnarmálum.
  • Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja forvarnarmál og þjónustu í frístundum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði uppeldis- og/eða menntamála er áskilin.
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum.
  • Þekking á helstu upplýsingakerfum.
  • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum.
  • Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
Fríðindi í starfi
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur
  • Vinnutímastytting
Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur7. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar