Aventuraholidays
Aventuraholidays
Aventuraholidays

Starfsmaður í sölu- og hópadeild á ferðum erlendis

Aventura er ört vaxandi ferðaskrifstofa sem opnaði árið 2019. Við bjóðum Íslendingum spennandi ferðaframboð til allra helstu áfangastaða erlendis með einstöku bókunarkerfi sem finnur hagkvæmustu ferðirnar fyrir viðskiptavini sína.

Vegna mikilla umsvifa viljum við bæta í sterkt teymi okkar í sölu og hópadeild í 100% starf frá 1. febrúar.

Starfsmaður sinnir þjónustu og sölu á ferðum erlendis, skipulagningu á hópferðum, samskiptum við viðskiptavini hérlendis, samskiptum við þjónustuaðila erlendis, samskiptum við fararstjóra ásamt almennum bakvinnslustörfum. Starfið er nákvæmisvinna en halda þarf utan um flug og hótelbókanir, viðkomandi þarf að vera skipulagður með góða hæfileika í mannlegum samskiptum bæði á íslensku og ensku, í gegnum síma og tölvupóst

Þetta er spennandi og fjörugt starf þar sem tekist er á við nýjar áskoranir á hverjum degi.

Vinnutími er frá 08:30 - 16:30 alla virka daga.

Skrifstofa okkar er í Sundagörðum 2, Reykjavík.

Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa framúrskarandi þjónustulund
  • Reynsla af ferðaþjónustu mikill kostur
  • Vera lausnamiðaður og vinna skipulega
  • Hafa metnað fyrir að gera vel fyrir fyrirtækið
  • Vera stundvís
  • Geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Hafa reynslu og þekkingu af sölu á vinsælustu áfangastöðum Íslendinga erlendis
  • Hafa góða tölvukunnáttu
  • Hafa góða íslensku og enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli
  • Geta hafið störf 1. febrúar
  • Vera reyklaus

Ert þú rétta manneskjan til að ganga til liðs við okkur ?

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurdís Camas, sigurdis@aventura.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala ferða
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Samskipti við þjónustuaðila erlendis
  • Skipulagning hópferða
  • Almenn bakvinnslustörf
  • Uppgjör reikninga
  • Utanumhald á bókunum fyrir flug, gistingu og tilfallandi þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla úr ferðaþjónustu er mikill kostur
  • Hafa framúrskarandi þjónustulund, góða framkomu og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Lausnamiðuð og skipulögð vinnubrögð
  • Metnaður fyrir að gera vel fyrir fyrirtækið
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á ferðalögum
  • Góð tölvukunnátta, sérstaklega á Microsoft Office
  • Verður að hafa góða íslensku og enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt15. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sundagarðar 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar