
Starfsmaður í sérkennslufarteymi leikskóla
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf leikskólasérkennara/leikskólakennara/þroskaþjálfa við sérkennslufarteymi leikskóla í Suðurmiðstöð.
Um er að ræða nýtt starf hjá skóla- og frístundasviði. Hlutverk starfsmanns sérkennslufarteymis er að koma lykilpersónu barns af stað með íhlutun fyrir ákveðin börn. Starfsmaður sérkennslufarteymis verður ca 4 vikur í senn með viðveru í ákveðnum leikskólum.
Starfsmaður sérkennslufarteymis annast faglega ráðgjöf og stuðning við starfsmenn leikskóla vegna barna sem þurfa sérstakan stuðning og starfa samkvæmt hugmyndafræði um skóla fyrir alla.
Í skóla- og frístundadeild miðstöðva starfar öflugur hópur fagfólks sem sinnir þjónustu við leik- og grunnskóla og frístundastarf í borginni. Þverfagleg samvinna er í miðstöðvum og leitum við að fagmönnum til að vinna með okkur í verkefninu "Betri borg fyrir börn" með það að markmiði að koma sem best til móts við þarfir barna í borginni. Unnið er eftir stefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum "Látum draumana rætast."
- Að skipuleggja stuðningsáætlun við börn í leikskólum.
- Að innleiða stuðningsáætlun til lykilpersónu leikskólans.
- Að nýta niðurstöður greininga við útfærslu markvissrar íhlutunar.
- Að vera í samvinnu við foreldra barna sem verið er að veita stuðning.
- Þróun faglegs samstarfs og þátttaka í samstarfi fagstétta sem vinna með börnum í borgarhlutanum.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s á sviði kennslu og uppeldisfræði.
- Framhaldsmenntun er kostur.
- Starfsreynsla í leikskóla er skilyrði.
- Þekking og reynsla af starfi með börnum með frávik í þroska og hegðun er skilyrði.
- Reynsla af þjálfun/íhlutun út frá gagnreyndum aðferðum.
- Lipurð og færni í samskiptum, samstarfi og sveigjanleiki í starfi.
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og löngun til þess að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Íslenskukunnátta (C1 í samræmi við sam evrópskan tungumálaramma).
Íslenska










