Leikskólinn Krílakot
Leikskólinn Krílakot
Leikskólinn Krílakot

Krílakot: Deildarstjóri

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða deildastjóra í 100% starf frá og með 2. febrúar 2026 á leikskólann Krílakot á Dalvík. Leikskólinn Krílakot er 5 deilda heilsueflandi leikskóli sem vinnur eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, útikennsla stærðfræði.

Gildi Krílakots eru Gleði – Sköpun – Þor og má finna nánari kynningu á starfi Krílakots hér.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra.

·       Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans.

·       Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni.

·       Sér um foreldrasamstarf á deildinni.

·       Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

·       Starfsreynsla á leikskólastigi æskileg.

·       Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

·       Góð færni í mannlegum samskiptum.

·       Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·       Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra.

·       Stundvísi.

·       Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.

·       Hreint sakavottorð.

Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Karlsrauðatorg 23, 620 Dalvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar