Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Starf þjónustufulltrúa

Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa í þjónustuveri Sveitarfélagsins Árborgar. Starfið heyrir undir forstöðumann Menningar- og upplýsingadeildar. Þjónustufulltrúi er rödd sveitarfélagsins og veitir íbúum og starfsmönnum þjónustu sem um ræðir á staðnum, í síma, með tölvupósti eða í gegnum ábendingargátt. Um er að ræða 70% starf.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn afgreiðsla og móttaka viðskiptavina.
  • Símsvörun í þjónustuveri.
  • Móttaka og afgreiða erinda, ábendinga, skjala og umsókna.
  • Svörun á ráðhúspósti og í ábendingargátt.
  • Upplýsingagjöf til starfsmanna Árborgar og viðskiptavina.
  • Innkaup á skrifstofuvörum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Þjónustulund og skipulagshæfileikar. 
  • Nákvæm og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð tölvu- og íslenskukunnátta skilyrði.
  • Önnur tungumálakunnátta er kostur sem og þekking á starfsemi sveitarfélagsins.  
Auglýsing birt18. ágúst 2025
Umsóknarfrestur5. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar