Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Leikskólaráðgjafi til skólaþjónustu

Skólaþjónusta Árborgar auglýsir tímabundna stöðu leikskólaráðgjafa til að ganga til liðs samheldinn og þverfaglegan hóp starfsfólks. Skólaþjónustan er hluti af fjölskyldusviði Árborgar þar sem mikil áhersla er lögð á þverfaglegt samstarf skóla-, velferðar- og frístundaþjónustu.

Skólaþjónustan sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks skóla og frístundar. Mikil áhersla er lögð á snemmtækan stuðning, lausnaleit, þróun úrræða, öfluga skólaþróun, fræðslu og námskeið bæði fyrir börn, foreldra og starfsfólk skóla og frístundar.

Um 100% tímabundna stöðu er að ræða frá 1. september 2025 til 30. júní 2026.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa um 12000 íbúar þar af um 2300 börn í leik- og grunnskólum. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda leikskóla m.a. varðandi kennslu, hegðun og líðan barna og starfstengda leiðsögn
  • ráðgjöf varðandi starfsþróun og starfshætti í leikskólum
  • eftirfylgd og mat á stuðningsþörf barna eftir greiningar eða skimanir
  • þverfaglegt samstarf um málefni barna í leikskólum
  • fræðsla og námskeið fyrir foreldra og starfsfólk leikskóla
  • daggæslumál, m.a. eftirlit með dagforeldrum, umsjón með niðurgreiðslu daggæslu og fræðsla þegar við á.
  • þátttaka í daggæsluteymi
  • þverfaglegt samstarf á fjölskyldusviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • háskólapróf í leikskólakennarafræðum eða sambærulegu námi er skilyrði
  • framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • reynsla af starfi úr leikskólum er skilyrði
  • reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi æskileg
  • lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
  • frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagshæfni
  • góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti æskileg
Fríðindi í starfi

Sveigjanlegur vinnutími, góður starfsandi og handleiðsla

Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur25. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar