Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Sérfræðingur í Frístundaklúbbinn Kópinn

Vilt þú vinna með ungmennum með sérþarfir?

Hjá frístundamiðstöð Árborgar eru starfræktir þrír frístundaklúbbar fyrir börn og ungmenni með fatlanir, sérþarfir og/eða fjölþættan vanda.

Starfað er eftir einkunarorðunum
Fjölbreytileiki – Traust – Samvinna - Gleði

Leitað er að sérfræðingi í Frístundaklúbbinn Kópinn í 75% stöðu með leiðtogahæfileika sem er tilbúinn að taka þátt í að leiða áfram og þróa metnaðarfullt og faglegt frístundastarf. Hægt er að skoða lausnir til að hækka starfshlutfall ef áhugi er fyrir.

Sérfræðingur skipuleggur daglegt starf, tekur þátt í öflugu frístundastarfi, setur sig inn í mál þátttakenda og er leiðtogi. Sérfræðingur vinnur í góðu samstarfi við forstöðumann Kópsins. Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf í góðu starfsumhverfi.

Kópurinn er frístundaklúbbur ætlaður nemendum á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur starfað síðan haustið 2019. Megináhersla er lögð á að skapa öruggt umhverfi þar sem ungmenni geta hisst og tekið þátt í öflugu frístundastarfi með það að markmiði að efla félagsþroska og félagsfærni.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og skipulag á starfi frístundaklúbbsins
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk, skóla og aðra samstarfsaðila
  • Þátttaka í teymum og þverfaglegu samstarfi innan frístundaþjónustu Árborgar sem og fjölskyldusviði sveitarfélagsins
  • Skipulag á dagskrá Selsins, félagsmiðstöð fatlaðra sem er opin tvisvar í viku frá 16:30-18:00.
  • Þátttaka í stefnumótun og framtíðarsýn frístundastarfs í sveitarfélaginu
  • Styðja við þátttakendur í athöfnum daglegs lífs eins og við á
  • Veita þátttakendum með einstakar þarfir leiðsögn og stuðning
  • Vera jákvæð fyrirmynd
  • Fræðsla í samráði við yfirmann
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla, hæfni og áhugi í starfi með ungmennum með fatlanir og aðrar sérþarfir.  
  • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi æskileg. 
  • Reynsla og/eða áhugi á frístundastarfi.
  • Færni í mannlegum samskiptum.  
  • Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.  
  • Góð íslenskukunnátta æskileg. 
  • Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Afsláttarkort Árborgar
  • Styttri vinnuvika
Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur25. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar