Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Bókavörður á Eyrarbakka

Menningar-og upplýsingadeild Árborgar leitar að áhugasömum og þjónustulunduðum einstaklingi í 36% starf bókavarðar á Eyrarbakka. Vinnutími er sveigjanlegur að einhverju leyti.

Við leitum að bókelskri manneskju með mikla samskiptahæfni og mjög góða kunnáttu í íslensku. Starfið felur m.a. í sér þjónustu við gesti, umsjón með safnkosti, og að leiða bókaklúbb á staðnum.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn afgreiðsla og þjónusta á safninu
  • Skipulag og umsjón safnkosts
  • Umsjón með bókaklúbbi
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á bókum og lestri
  • Mjög góð kunnátta í íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli
  • Vinnugleði og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Færni í almennri tölvuvinnu
  • Sjálfstæði, skipulagshæfni og frumkvæði
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Túngata 40, 820 Eyrarbakki
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar