
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Bókavörður á Eyrarbakka
Menningar-og upplýsingadeild Árborgar leitar að áhugasömum og þjónustulunduðum einstaklingi í 36% starf bókavarðar á Eyrarbakka. Vinnutími er sveigjanlegur að einhverju leyti.
Við leitum að bókelskri manneskju með mikla samskiptahæfni og mjög góða kunnáttu í íslensku. Starfið felur m.a. í sér þjónustu við gesti, umsjón með safnkosti, og að leiða bókaklúbb á staðnum.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðsla og þjónusta á safninu
- Skipulag og umsjón safnkosts
- Umsjón með bókaklúbbi
- Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á bókum og lestri
- Mjög góð kunnátta í íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Vinnugleði og lipurð í mannlegum samskiptum
- Færni í almennri tölvuvinnu
- Sjálfstæði, skipulagshæfni og frumkvæði
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Túngata 40, 820 Eyrarbakki
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)