Syrusson hönnunarhús
Syrusson hönnunarhús

Smiður/laghentur starfsmaður

Við hjá Syrusson hönnunarhúsi leitum að laghentum starfsmanni til þess að fullkomna liðið okkar.

Lifandi og fjölbreytt starf. Viðkomandi mun sinna margvíslegum verkefnum svo sem taka á móti vörum, samsetningu á húsgögnum ásamt uppsetningu hjá viðskiptavinum

Ef þú

  • Kannt að fara með verkfæri og setja saman húsgögn eins og ekkert sé (reynsla af smíðavinnu er mikill kostur)

  • Ert hraustur

  • Hefur þokkalega tölvukunnáttu

  • Ert með bílpróf

  • Ert með hreint sakavottorð

  • Ert drífandi, jákvæð/ur og með góða þjónustulund

  • Talar góða íslensku

Þá erum við að leita að þér!!

Á móti bjóðum við skemmtilegt og fjölbreytt starf hjá framsæknu og ört vaxandi fyrirtæki.

Ef þú hefur áhuga á að ganga í liðið okkar, ekki hika við að senda inn umsókn.

Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Blikastaðavegur 2-8 2R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar