Foldaskóli
Foldaskóli

Skólastjóri - Foldaskóli

Laus er til umsóknar staða skólastjóra í Foldaskóla.

Foldaskóli er heildstæður grunnskóli þar sem lögð er áhersla á jákvæðan skólabrag og fjölbreytta kennsluhætti. Nemendur við skólann eru tæplega 500 en ásamt því að vera hverfisskóli nemenda í 1.-10. bekk í Foldahverfi er hann safnskóli á unglingastigi fyrir Hamra- og Húsahverfi. Við skólann er starfrækt Foldaver, sérdeild fyrir einhverfa.

Leiðsagnarnám og skapandi lærdómssamfélag einkenna skólann ásamt sterkri umhverfisvitund og heilsueflingu en skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli og fylgir grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Umhverfi skólans býður upp á mikla möguleika þar sem hann er í nálægt við Grafarvoginn sem státar af fjölbreyttri náttúru og iðandi fuglalífi.

Einkunnarorð skólans eru: siðprýði – menntun – sálarheill

Í öllu starfi skóla- og frístundasviðs er unnið eftir Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru sköpun, jafnrétti, virkni, heilsuefling og þátttaka barna í skólastarfinu, aukið samstarf og fagmennska. Einnig er unnið eftir stefnumótun verkefnisins Betri borg fyrir börn og innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á grunnskólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi, skólaþróun og skólastjórnun. Mikilvægt er að viðkomandi geti leitt umbætur og framþróun til framtíðar í samræmi við stefnumótun borgarinnar og þarfir skólasamfélagsins alls.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bera ábyrgð á og vinna að faglegri þróun skólans og vinna samkvæmt stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar.
  • Standa vörð um farsæld nemenda.
  • Hlúa að starfsfólki og styðja það til góðra verka.
  • Bera ábyrgð á ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun starfsmanna.
  • Leiða stjórnunarteymi skólans og bera ábyrgð á sýn og stefnu skólans í samvinnu við starfsfólk og nemendur.
  • Tryggja samstarf við ytri hagaðila eins og foreldra og foreldrafélag,  félagsmiðstöðina Fjörgyn, frístundaheimilið Regnbogaland, íþrótta- og æskulýðsfélög og skólaþjónustu Austurmiðstöðvar sem deila ábyrgð á velferð barna.
  • Bera ábyrgð á fjárreiðum og rekstri skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur

•          Leyfi til að nota starfsheitið kennari.

•          Framhaldsnám og reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg.

•          Þekking og reynsla í kennslu á grunnskólastigi.

•          Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.

•          Reynsla og áhugi á að starfa með margbrotnu og kraftmiklu samfélagi.

•          Framúrskarandi samskiptahæfileika og sveigjanleiki í starfi.

•          Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.

•          Faglegur metnaður, sjálfstæði og frumkvæði.

•          Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum staðli um tungumálakunnáttu.

Jafnframt er krafist hreins sakavottorðs í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi til að nota starfsheitið kennari. Auk þess kynnisbréf og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um farsæl verkefni sem umsækjandi hefur leitt, upplýsingar um meðmælendur og annað er málið varðar.

Auglýsing birt19. maí 2025
Umsóknarfrestur2. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Logafold 1, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar