Dalskóli
Dalskóli
Dalskóli

Aðstoðarskólastjóri Dalskóla

Laust er til umsóknar starf aðstoðarskólastjóra í Dalskóla.
Spennandi starf í nýlegum skóla í Úlfarsárdal þar sem lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf.

Dalskóli er samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimili í fallegri byggingu í Úlfarsárdal.
Skólinn er staðsettur í Úlfarsárdal og hóf starfsemi haustið 2010. Í skólanum eru um 650 börn á leik- og grunnskólaaldri. Fyrirhugaðar eru breytingar á stjórnun í skólanum frá og með skólaárinu 2025-2026 en þá mun leikskólahluti skólans vera sjálfstæður. Grunnskólahluti Dalskóla og frístundaheimilið Úlfabyggð verða áfram samrekin.

Í Dalskóla er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga og er Dalskóli þróunarskóli í leiðsagnarnámi.

Staðan eru laus frá 1. ágúst 2025.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur.
•    Kemur að skipulagi og þróun skólastarfs
•    Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans.
•    Kemur að stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
•    Stjórnun og stuðningur við kennara og annað starfsfólk.
•    Starfsmanna- og ráðningarmál.
•    Innleiðing ýmissa fagmála.
•    Önnur verkefni í samráði við stjórnendateymi.
•    Er staðgengill skólastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
•    Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
•    Kennslu- og stjórnunarreynsla í menntastofnun.
•    Leiðtogafærni og hæfni til að leiða framsækið skólastarf.
•    Brennandi áhugi á skólamálum.
•    Með hjarta fyrir börnum og velferð þeirra.
•    Reynsla og þekking á leiðsagnarnámi.
•    Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
•    Faglegur metnaður.
•    Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
•    Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
•    Frumkvæði, sjálfstæði og skapandi hugsun

Fríðindi í starfi
  • Menningarkort- bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt6. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Úlfarsbraut 118-120
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar