Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Skólastjóri Nesskóla

Staða skólastjóra við Nesskóla í Neskaupsstað er laus til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Nesskóli er um 190 nemenda grunnskóli og í sama húsnæði er starfsstöð Tónlistarskóla Fjarðabyggðar og bókasafnið á Norðfirði. Í skólunum ríkir góður starfsandi og þar er góð vinnuaðstaða. Í næsta nágrenni eru leikskólinn Eyrarvellir og Verkmenntaskóli Austurlands. Skólinn er einn af fimm grunnskólum Fjarðabyggðar sem vinna þétt saman, í skólastarfinu er m.a. byggt á byrjenda læsi, hugmyndafræði leiðsagnarnáms, Uppeldi til ábyrgðar og ART og samvinna er um fjölbreytt þróunarstarf.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans; www.nesskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu
• Fagleg forysta, dagleg stjórnun og samhæfing starfskrafta skólans
• Víðtækt samstarf við stofnanir, heimili og samfélag

Menntunar- og hæfniskröfur

• Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í grunnskóla
• Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg
• Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg
• Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólavegur 9, 740 Neskaupstaður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar