
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Sjúkraþjálfari - endurhæfingardeild
Langar þig að vinna í fjölbreyttu starfi, með reyndum og samhentum hópi sjúkraþjálfara á fjölskylduvænum vinnustað?
Það er laus staða sjúkraþjálfara á Eir, tengt endurhæfingardeildinni.
Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Starf sjúkraþjálfara á Eir er fjölbreytt og skemmtilegt, þeir sinna meðal annars endurhæfingu í samstarfi við Landspítalann og íbúum hjúkrunarheimilisins. Auk þess er möguleiki að sinna göngudeild sjálfstætt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skoðun, mat og meðferð
- Skráning og skýrslugerð
- Þátttaka í endurhæfingu skjólstæðinga endurhæfingardeildar
- Þjónusta við íbúa heimilisdeilda
- Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í fagþróunn
- Móttaka nema í sjúkraþjálfun frá HÍ.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs
- Jákvætt viðmót og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt17. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

4. eða 5. árs læknanemi - Eir endurhæfing
Eir hjúkrunarheimili

Heilbrigðisgagnafræðingur - Áhugavert starf hjá brjóstaskurðlækningum á Brjóstamiðstöð
Landspítali

Iðjuþjálfi í Seiglunni
Seiglan

Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild - þátttaka í gæðaverkefnum
Landspítali

Aðstoðarfólk á bráðamóttöku
Landspítali

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Fastus Heilsa

Ísbúðin Okkar í Hveragerði leitar að rekstrarstjóra
Hristingur ehf.

Sumarstörf á HSU - Sjúkraþjálfari/Sjúkraþjálfunarnemi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Hjúkrunarfræðingur á öldrunardeild L3 Landakoti
Landspítali

Spennandi sumarstörf 2025 á smitsjúkdómadeild fyrir hjúkrunar- og læknanema
Landspítali

Sjúkraliði - hlutastarf á dagdeild lyflækninga Fossvogi
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í meltingarteymi
Landspítali