
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Sjúkraliði - Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir sjúkraliða í 50-100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni Miðbæ starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og skemmtilegu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Á stöðinni ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Heilsugæslan Miðbæ leggur áherslu á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning við nýja starfsmenn.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í móttöku skjólstæðinga ásamt öðrum starfsmönnum stöðvarinnar
- Framkvæmd ýmissa rannsókna og prófa
- Umsjón með umhverfi starfseininga, birgðum og búnaði
- Þátttaka í þróunarverkefnum og gæðastarfi innan stöðvarinnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi sem sjúkraliði
- 3 ára starfsreynsla sem sjúkraliði skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Frumkvæði og geta til að forgangsraða verkefnum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt26. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Vesturgata 7, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSjúkraliði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliðar með viðbótardiplóma - Hrafnista Nesvellir
Hrafnista

Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Grunnskóli Reyðarfjarðar

Sjúkraliði á göngudeild augnsjúkdóma, Eiríksgötu 5
Landspítali

Umönnun sumarstarf - Sléttuvegur
Hrafnista

Umönnun sumarstarf - Ísafold
Hrafnista

Umönnun sumarstarf - Skógarbær
Hrafnista

Umönnun sumarstarf - Laugarás
Hrafnista

Sumarstörf 2026 - Sjúkraliðar / sjúkraliðanemar
Landspítali

Starfsmaður óskast á skammtímadvölina Móaflöt í Garðabæ
Garðabær

Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - sumarstarf
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Sjúkraliði með diplómunám
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vaktstjórar í sumarvinnu – spennandi sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili