Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir
Heilsuvernd Vífilsstaðir

Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar - sumarstarf

Við leitum nú að sjúkraliðum eða einstaklingum sem eru í námi á sjúkraliðabraut til starfa i sumar. Starfshlutfall og vaktir eftir nánara samkomulagi.

Við leitum eftir einstaklingum sem hafa jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt verkefni í sterku teymi fagfólks á góðum vinnustað.

Heilsuvernd Vífilsstöðum er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Á Vífilsstöðum er sem stendur veitt þjónusta til aldraðra sem bíða eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili en þjónustan verður þróuð áfram á komandi mánuðum og verður þá lögð áhersla á líknar- og bráðaþjónustu við aldraða.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita skjólstæðingum Vífilsstaða líkamlega, andlega og félagslega aðhlynningu
  • Verkefni tengd almennri umönnun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðamenntun eða í námi á sjúkraliðabraut
  • Reynsla af störfum með öldruðum er æskileg
  • Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Góð íslenskukunnátta er æskileg
Auglýsing birt19. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar