

Vaktstjórar í sumarvinnu – spennandi sumarstarf
Spennandi sumarstarf!
Ert þú hjúkrunar-, læknarnemi eða sjúkraliði í framhaldsnámi og hefur áhuga á að kynnast öldrunarhjúkrun af eigin raun á hjúkrunarheimili sem starfar í takt við nútíma hugmyndir um öldrun, þar sem lífsgæði eru höfð að leiðarljósi?
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar eru að leita að nemendum í hjúkrunarfræði – læknisfræði eða/og framhaldsnámi sjúkraliða sem hafa áhuga á að slást í hópinn í sumar. Fjölbreytt störf eru í boði og tökum við glöð á móti fróðleiksfúsum nemum til að starfa í lærdómsríku starfsumhverfi.
Athugið að þeir nemar sem lokið hafa lyfjafræði mega standa hjúkrunarvaktir undir beinni leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Starfshlutfall er samkomulag.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem ráðið er í störfin jafnóðum.
- Sjá um hjúkrunarmeðferðir
- Verkstjórn á deild
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Hafa lokið lyfjafræðiáfanga
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfni
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og snyrtimennska
- Góð íslenskukunnátta
- Staðfesting á loknum einingum í hjúkrunar- og læknisfræði
Íslenska










