Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sjúkraliði á Heilsugæslu Selfossi

Laus er til umsóknar 100% staða sjúkraliða á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Á heilsugæslustöðinni er veitt öll almenn heilsugæsluþjónusta að meðtalinni heimahjúkrun.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sjúkraliðar starfa í heimahjúkrun og öðrum þeim störfum sem tilheyra stöðinni sjálfri s.s. að aðstoða í hjúkrunarmóttökum, sjá um ljósameðferðir, gera rannsóknir o.fl.  Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi. Um er að ræða fjölbreytt starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðanám frá viðurkenndri menntastofnun 
  • Reynsla af störfum í heimahjúkrun æskileg 
  • Þekking á Sögu-kerfi æskileg
  • Frammúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt21. maí 2025
Umsóknarfrestur20. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar