Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið
Íslenska gámafélagið

Sérfræðingur í umhverfismálum

Íslenska gámafélagið leitar eftir öflugum einstaklingi með brennandi áhuga á umhverfismálum til að koma í gott teymi á umhverfissvið fyrirtækisins.

Meginhlutverk sérfræðings á umhverfissviði er að sjá um ráðgjöf varðandi flokkun og tengd umhverfismál til viðskiptavina fyritækisins. Þá mun sérfræðingurinn framkvæma úttektir til að meta flokkunarárangur fyrirtækja og sveitarfélaga.

Sérfræðingurinn mun halda utan um fræðslu til viðskiptavina og alla umhverfisfræðslu til starfsfólks ÍGF, t.d. hluta af nýliðafræðslu.

Starfinu fylgja mikil samskipti við viðskiptavini og allar deildir fyrirtækisins.

Íslenska gámafélagið er framúrskarandi fyrirtæki sem er sífellt að vaxa og dafna og leitum við því að réttum einstaklingi sem vill taka þátt í að efla fyrirtækið en frekar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga
  • Ráðgjöf og stuðningur við aðrar deildir ÍGF
  • Fræðsla og vinnsla fræðsluefnis
  • Úttektir
  • Skýrslugerð
  • Greining á gögnum (úrvinnsla á tölulegum gögnum)
  • Reglugerða- og lagarýni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Miðlunar- og samskiptahæfileikar
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði raunvísinda eða verkfræði.
  • Skipulagshæfileikar,  sjálfstæð vinnubrögð og góð þjónustulund
  • Góð tungumálakunnátta (amk Íslenska og enska)
  • Þekking á hringrásarhagkerfinu er kostur
  • Góð Exel kunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott tölulæsi
  • Gott reglugerðalæsi er kostur
Auglýsing stofnuð11. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Kalkslétta 1, 162 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar