Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Fjármála- og stjórnsýslusvið – Fulltrúi í reikningshald

Reikningshald fjármála-og stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða fulltrúa í reikningshald/bókara í fullt starf.

Fulltrúi í reikningshaldi/bókari vinnur við daglega bókhaldsvinnu Reykjanesbæjar og undirstofnana bæjarins. Sér um að halda bókhald yfir viðskipti í samræmi við bókhaldsreglur og bókhaldslög. Fulltrúi í reikningshaldi/bókari annast merkingu fylgiskjala, sér um skráningu gagna í bókhald sveitarfélagsins og sér um uppfærslu og afstemmingu á þeim. Hann sér um forskráningu og bókun innsendra reikninga á sveitarfélagið.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og skráning reikninga
  • Eftirfylgni með samþykkt reikninga
  • Upplýsingagjöf og þjónusta við lánadrottna og forstöðumenn stofnana
  • Umsjón með verkbókhaldi
  • Afstemmingar
  • Afleysing gjaldkera
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Viðurkenndur bókari er kostur
  • Reynsla af bókhaldi og þjónustu æskileg
  • Þekking og reynsla af NAV – Dynamics 365 BC bókhaldskerfi
  • Þekking og reynsla á notkun Excel
  • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og þjónustulund
  • Íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur7. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.NavisionPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar