Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Sérfræðingur í teymi orkuskipta og orkunýtni

Umhverfis- og orkustofnun leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi til liðs við teymi orkuskipta og orkunýtni á sviði orkuskipta og hringrásarhagkerfis. Starfið felst í fjölbreyttum verkefnum tengdum orkuskiptum og orkunýtni, m.a. greiningu gagna, framfylgd regluverks, þátttöku í stefnumótandi verkefnum og samstarfi við ráðuneyti og hagaðila.

Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á að nýta þekkingu sína í þágu sjálfbærrar þróunar og vill taka virkan þátt í mikilvægu umbreytingarstarfi á sviði orkumála.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Öflun, vinnsla og greining gagna um orkuskipti og orkunýtni

·       Framfylgd regluverks um endurnýjanlegt eldsneyti

·       Þátttaka í gerð orkuspáa og sviðsmyndagreininga

·       Samstarf við teymi losunarbókhalds

·       Innlent og alþjóðlegt samstarf á sviði orkuskipta og orkunýtni

·       Önnur verkefni innan teymis eftir því sem þörf krefur

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun sem nýtist í starfi (s.s. hagfræði, verkfræði eða skyldar greinar)

·       Þekking og/eða reynsla á sviði orkumála og gagnagreininga er kostur

·       Hæfni í að miðla upplýsingum

·       Reynsla af teymisvinnu er kostur.

·       Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti

·       Góð samskiptahæfni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum

·       Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur

·       Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar