
Innviðaráðuneytið
Verkefni innviðaráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskiptamál. Í innviðaráðuneytinu starfa um 40 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Hópurinn er samhentur og áhersla lögð á góðan starfsanda, samvinnu og árangur.
Sérfræðingur á skrifstofu sveitarstjórnar, byggðamála og stafrænna innviða
Innviðaráðuneytið leitar að metnaðarfullum sérfræðingi á skrifstofu sveitarstjórnar, byggðamála og stafrænna innviða. Starfið heyrir undir skrifstofu sveitarstjórnar, byggðamála og stafrænna innviða.
Með breytingu á forsetaúrskurði þann 17. júlí sl. fluttist ábyrgð á stjórnarmálefninu byggðakerfi, svokallað 5,3% kerfi, úr atvinnuvegaráðuneyti og yfir í innviðaráðuneyti. Undir byggðakerfið fellur almennur byggðakvóti, sértækur byggðakvóti, strandveiðar, línuívilnun, skel- og rækjubætur og frístundaveiðar. Í ráðuneytinu stendur nú yfir vinna við endurskoðun á fyrirkomulagi nýtingar þessara heimilda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði byggðamála
- Halda utan um heimildir sem ráðstafað er innan byggðakerfis fiskveiða
- Greiningar og kærumál
- Afgreiðsla erinda og fyrirspurna sem því tengjast
- Umsjón með sértækum verkefnum
- Vinna við gerð reglugerða sem settar eru um ráðstöfum heimilda
- Þátttaka í vinnuhópum og nefndum
- Komi að verkefnum á öðrum málefnasviðum skrifstofunnar eftir því sem við á
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d á sviði viðskiptalögfræði eða lögfræði, framhaldsmenntun kostur
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Hæfni til að koma frá sér tölfræðilegum upplýsingum á greinargóðan hátt
- Þekking og reynsla af þeim málaflokkum sem heyra undir ráðuneytið er kostur
- Hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
- Góð færni í íslensku
- Frumkvæði, metnaður og skipulagshæfileikar
Auglýsing birt13. október 2025
Umsóknarfrestur23. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (9)

Lögfræðingur
Innviðaráðuneytið

Sérfræðingur í greiningum
Innviðaráðuneytið

Bæjarritari - Hveragerðisbær
Hveragerðisbær

Lögfræðingur
Sameyki

Sérfræðingur í tæknimálum ökutækja
Samgöngustofa

Starfsmaður á sviði stjórnmála, menningar og samskipta
Norska sendiráðið

Starf við fiskeldi
Stolt Sea Farm

Sérfræðingur í fyrirtækja- og ársreikningaskrár Skattsins
Skatturinn

Heilbrigðisfulltrúi á Vestfjörðum
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða