
First Water
First Water starfrækir seiðaeldisstöð við Hveragerði og áframeldisstöð við Þorlákshöfn. Verkefnið nýtur afburða aðstæðna í Ölfusi þar sem gott aðgengi er að landrými, umhverfisvænni orku og ekki síst tæru ferskvatni og sjóvatni við kjörhitastig fyrir laxeldi. Uppbyggingin miðar að sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu þar sem lax er alinn við kjöraðstæður í hreinum sjó sem dælt er upp í gegnum hraunlög á svæðinu og öll orka kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum vatns- og gufuaflsvirkjana Landsvirkjunar.
Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því mikla áherslu á að upp öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
First Water kappkostar að bjóða upp á gott starfsumhverfi á skemmtilegum og samheldnum vinnustað

Sérfræðingur á fjármálasviði - bókhald
First Water leitar að jákvæðum og öflugum einstaklingi í framtíðarstarf á fjármálasvið félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla bókhalds, afstemmingar og almenn bókhaldsstörf
- Umsjón með lánardrottna- og viðskiptamannabókhaldi
- Reikningagerð
- Innheimta viðskiptakrafna
- Þátttaka í umbótaverkefnum
- Þátttaka í uppgjöri
- Greiningarvinna og úrvinnsla gagna
- Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og þekking af bókhaldi nauðsynleg
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og færni á bókhaldskerfi, þekking á Business Central er kostur
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Jákvæðni og rík þjónustulund
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð þekking og færni í Excel
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Ásgrímsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2026.
First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.
Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Bókari
KFUM og KFUM á Íslandi

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

Sérfræðingur í bókhaldi
Activity Stream

Sérfræðingar í bókhaldi og/eða uppgjörum
Löggiltir endurskoðendur ehf

Gjaldkeri - Innheimtufulltrúi
Avis og Budget

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Bókari hjá Bláskógabyggð
Bláskógabyggð

Aðalbókari
Eykt

Bókari í hlutastarfi (50–80%)
Deluxe Iceland

Bókari 50% starf
Pizzan

We are hiring - Various positions within our Finance Department
The Reykjavik EDITION