First Water
First Water
First Water

Sérfræðingur á fjármálasviði - bókhald

First Water leitar að jákvæðum og öflugum einstaklingi í framtíðarstarf á fjármálasvið félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Færsla bókhalds, afstemmingar og almenn bókhaldsstörf
  • Umsjón með lánardrottna- og viðskiptamannabókhaldi
  • Reikningagerð
  • Innheimta viðskiptakrafna
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Þátttaka í uppgjöri
  • Greiningarvinna og úrvinnsla gagna
  • Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla og þekking af bókhaldi nauðsynleg
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og færni á bókhaldskerfi, þekking á Business Central er kostur
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Jákvæðni og rík þjónustulund
  • Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð þekking og færni í Excel

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Ásgrímsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2026.

First Water er framsækið íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að uppbyggingu laxeldis á landi, og nýtir til þess náttúruauðlindir Íslands á sjálfbæran hátt. Lykillinn að velgengni félagsins mun liggja í mannauði þess og leggur félagið því ríka áherslu á öflugan hóp reynslumikils og drífandi starfsfólks.

Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar