Salaskóli
Salaskóli
Salaskóli

Salaskóla vantar stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur

Í Salaskóla vantar stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur fyrir skólaárið 2025-2026. Gæti hentað vel sem hlutastarf með námi en einnig er hægt að fá 100% ráðningu.

Salaskóli tók til starfa haustið 2001 og er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. árgangi. Í Salaskóla eru um 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf undir einkunnarorðunum vinátta - virðing - samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Í störfum stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinenda felst stuðningur við nemendur í námi og leik. Fyrri hluta dags er unnið með nemendum í kennslustundum og almennu skólastarfi og eftir hádegi í frístundastarfi – til greina kemur að ráða starfsmenn í fullt starf eða hlutastarf sem væri þá ýmist fyrir eða eftir hádegi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við nemendur í fjölbreyttum aðstæðum í námi og leik, inni og úti, m.a. í íþróttum og sundi
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans, áætlunum og verkefnalýsingum
  • Samstarf við alla aðila skólasamfélagins um hagsmuni nemenda
  • Vegna fylgdar með nemendum í íþróttir og sund, ásamt þjálfun og stuðningi í búningsklefum, vantar sérstaklega karlkyns stuðningsfulltrúa. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
  • Stundvísi og reglusemi
  • Vera tilbúin að vinna eftir stefnu skólans og geta tekið leiðsögn
  • Frumkvæði og jákvæðni
  • Góð tök á íslensku bæði í máli og riti
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing birt5. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Versalir 5, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar