

Rafvirki
Rafvirki óskast til starfa hjá Stuðlafell ehf.
Stuðlafell ehf. leitar að jákvæðum og metnaðarfullum rafvirkja til starfa.
Um starfið
Helstu verkefni snúa að fjölbreyttri rafvirkjun t.d. stýringar, viðhald, töflusmíði ofl. Einnig getur hluti starfsins falist í tilfallandi verkefnum tengdum húsasmíði, þar sem við leggjum áherslu á að starfsmenn geti tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum.
Um okkur
Stuðlafell ehf. er nýtt og kraftmikið fyrirtæki í byggingariðnaði sem sérhæfir sig í bæði rafvirkjun og smíði. Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, allt frá íbúðar- og atvinnuhúsnæði til stærri framkvæmdaverkefna og þjónustu.
Við leggjum áherslu á fagmennsku, góða samvinnu og jákvætt starfsumhverfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Sveinspróf í rafvirkjun, eða í námi til sveinsprófs
-
Reynsla í húsasmíði er kostur
-
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Af hverju Stuðlafell?
-
Næg verkefni fram undan
-
Tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu ungs og spennandi fyrirtækis
-
Fjölbreytt verkefni og gott starfsumhverfi
Nánari upplýsingar um starfið fást með því að sækja um hér á vefnum – við hlökkum til að heyra frá þér!












