
Isavia ANS
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.
Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Rafeindavirki - sumarstarf
Isavia ANS óskar eftir því að ráða rafeindavirkja til starfa við rekstur, viðhald og uppsetningu kerfa í sumar. Starfið er fjölbreytt og áhugavert á góðum vinnustað.
Við leitum eftir einstaklingi sem er skipulagður í verkum sínum, getur unnið undir álagi, unnið sjálfstætt og í hóp og á auðvelt með að tileinka sér nýja tækni.
Um er að ræða dagvinnu og er tímabilið frá júní og út ágúst, mögulega fram í miðjan september.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, rekstur og viðgerðir á tækjabúnaði
- Uppfærsla á tölvukerfum fyrir tækjabúnað í rekstri CNS kerfa í Keflavík
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, rafeindavirkjun eða sambærilegt nám
- Góð tölvukunnátta
- Þekking á IP netkerfum
- Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur13. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Starfstegund
Hæfni
RafeindavirkjunSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Reynslumiklir rafvirkjar óskast til starfa í Árborg
TG raf ehf.

Rafvirki óskast til starfa.
Lausnaverk ehf

Verkefnastjóri DNG Færavinda
Slippurinn Akureyri ehf

Viðgerðarmenn - Þjónustuverkstæði
VHE

Ískraft Selfossi: Söluráðgjafi á rafmagnsvörum
Ískraft

Rafvirki/nemi óskast
Raflost ehf.

Kennarar við Tækniskólann - raftæknigreinar
Tækniskólinn

Rafvirki í úttektir á neyðar- og leiðarlýsingum
Öryggismiðstöðin

Rafvirki
Blikkás ehf

Rafstormur óskar eftir rafvirkjum
Rafstormur ehf.

Tæknifólk í hleðsluteymi Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar