
Isavia ANS
Isavia ANS veitir flugleiðsöguþjónustu á íslensku flugstjórnarsvæðinu. Við tengjum heimsálfur á Norður-Atlantshafinu og brúum bil fólks og menningarheima á hagkvæman, framsýnan og öruggan hátt. Við leggjum áherslu á framúrskarandi flugleiðsögu á alþjóðlegan mælikvarða. Við fylgjumst jafnframt vel með tækifærum og tækniþróun og notum nýjustu tækni til að auka og bæta þjónustu.
Við viljum að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi og að við séum eftirsóttur vinnustaður. Við leggjum áherslu á að starfsfólk okkar fái viðeigandi þjálfun til að sinna starfi sínu sem og tækifæri til að þróast í starfi.

Aðstoð í mötuneyti
Isavia ANS er með gott mötuneyti á starfsstöð sinni í Reykjavík og við erum að leita eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum einstaklingi til að bætast við teymið þar.
Við leitum eftir einstaklingi sem tekur þátt í því að skapa góða liðsheild, stuðla að uppbyggjandi menningu og góðum samskiptum.
Starfið getur verið 80-100% staða. Vinnutími er frá 7:00 - 14:00 / 15:00.
Ákjósanlegast væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, eða fyrir 1. júní.
Isavia ANS er staðsett á Reykjavíkurflugvelli, Nauthólsvegi 66.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við matreiðslu í samráði við matreiðslumann
- Framreiðsla á morgunmat
- Framreiðsla á hádegismat, salatbar og súpu í samráði við matreiðslumann
- Aðstoð við innkaup í samráði við matreiðslumann
- Frágangur, uppvask og dagleg þrif í eldhúsi og matsal
- Áfyllingar á kaffivélar, kæla og annað sem þarfnast áfyllingar
- Aðstoð við móttöku og frágang á vörum
- Aðstoð við undirbúning og frágang veitinga á fundum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Þjónustulund og áhugi á að vinna vel í teymi
- Reynsla af starfi í mötuneyti eða eldhúsi er kostur
- Hreint sakavottorð
- Gott vald á íslensku og/eða ensku
Auglýsing birt27. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfFramreiðslaSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

20+ KFC Grafarholti
KFC

Aðstoðarmatráður í leikskólann Grænatún
Grænatún

Aðstoðarmatráður óskast
Helgafellsskóli

Starfsfólk óskast skemmtilegan vinnustað
Golfkúbbur Öndverðarness

Chef and Kitchen Staff with Experience
Lóa Restaurant

Matreiðslumaður í miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Skólamatur

Kokkur í Vinnu óskast!
The Hill Hótel at Flúðir

Skál! leitar að aðstoð í eldhúsi / kitchen porter !
SKÁL!

Subway opnar í Borgarnesi og Mosfellsbæ
Subway

Housekeeping and Kitchen Genie
Dalur HI Hostel

Matráður við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Sól restaurant óskar eftir reyndum þjónum
Sól resturant ehf.