Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk

Öryggisstjóri

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum leitar að framsýnum, metnaðarfullum og árangursdrifnum öryggisstjóra. Leitað er að reyndum aðila með góða samstarfs- og samskiptahæfileika. Öryggisstjóri vinnur að stöðugum umbótum sem tryggja öryggi starfsfólks og eykur þekkingu þess á öryggismálum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með öryggis- og vinnuverndarmálum. 
  • Skapar, viðheldur og er ábyrgur fyrir öryggismenningu.
  • Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk ásamt þróun fræðsluefnis.
  • Umsjón með ytri og innri úttektum.
  • Kemur að endurbótum á ferlum, verkferlum, verkfærum og vinnuvélum.
  • Umsjón með atvikaskráningu, greiningu atvika og eftirfylgni úrbóta.
  • Heldur utan um gagnasöfnun og úrvinnslu.
  • Viðhald og endurnýjun á öryggis- og gæðahandbókum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking og reynsla á sviði öryggisstjórnunar og straumlínustjórnunar.
  • Þekking á uppbyggingu, þróun og stjórnun öryggiskerfa.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Faglegur metnaður og skipulagshæfni.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð tölvukunnátta.
Auglýsing birt5. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Karlsey verksmiðjuh 139663, 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar