Primex ehf
Primex ehf
Primex ehf

Gæðastjóri

Við hjá sjávarliftæknifyrirtækinu Primex ehf á Siglufirði leitum að tækni- og gæðastjóra í teymið okkar til að leiða gæðamál framleiðslu Primex á Siglufirði.

Markmið Primex er öflug gæðastefna með áherslu á sjálbærni og umhverfismál, unnið er eftir vottuðum gæðakerfum.

Gæðastjóri tekur virkan þátt í að greina tækifæri til úrbóta og hagræðingar í framleiðslu og rekstri auk þess að fylgja eftir verkefnum.

Starf gæðastjóra tilheyrir framleiðslusviði Primex, starfsstöð er í húsakynnum félagsins á Siglufirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sér um daglegan rekstur og eftirlit með gæðakerfi
  • Fylgir eftir gæðavottunum og stöðlum
  • Sér um viðhald og útgáfu ferla og annarra skjala gæðahandbóka
  • Sér um framkvæmd innri og ytri úttekta auk úrvinnslu
  • Sinnir fræðslu til starfsmanna á sviði gæða- og framleiðslumála auk þess að efla umhverfisvitund
  • Stýrir og kemur með tillögur að úrbótum á sviði gæðamála
  • Vinnur úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur og virkni gæðakerfis
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og reynsla af gæðamálum
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, mikið frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Hæfni og reynsla af framsetningu efnis og miðlun þess
  • Jákvætt viðhorf, þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi og þekking á umhverfismálum
Um Primex ehf

Primex ehf er sjávarlíftæknifyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í framleiðslu á hágæða kítósani, náttúrulegum lífvirkum trefjum. Framleiðsla Primex er sjálfbær og er hráefnið rækjuskel sem áður var úrgangur. Markmið Primex er að stunda vísindalega nýsköpun sem miðar að því að bæta líf manna og dýra. Primex er handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands. 

Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Óskarsgata 7, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.Umsýsla gæðakerfaPathCreated with Sketch.Uppbygging vinnsluskrár
Starfsgreinar
Starfsmerkingar