
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Varmárlaug býður upp á sundlaug, barnalaug, sauna, vatnsgufu, infrarauðan klefa, tvo heita potta, þar af annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin. Líkamsræktarstöðin Elding er með líkamsræktarstöð í húsinu, og býr yfir fullbúnum tækjasal, leikfimisal o.fl.
Íþróttamiðstöðin Lágafell er með góða aðstöðu fyrir íþróttir og leiki. Þar er íþróttasalur með löglegum körfuboltavelli, hvíldarherbergi, nuddherbergi, eimbað og saunaklefi ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu. Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einning tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur. World Class er með líkamsræktarstöð í húsinu.

Öflugt starfsfólk óskast í íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Mosfellsbær óskar eftir öflugu starfsfólki í íþróttamiðstöðvar bæjarins
Starfsfólk íþróttamiðstöðvanna er andlit þeirra út á við og hefur það lykilhlutverk að veita öllum sem þær sækja frábæra þjónustu í hreinu, snyrtilegu og öruggu umhverfi.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Athugið: Þar sem hluti starfsins felur í sér klefavörslu í kvennaklefum er sérstaklega óskað eftir kvenkyns umsækjanda, í samræmi við eðli starfsins og gildandi reglur um friðhelgi og öryggi gesta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við viðskiptavini, nemendur, kennara, íþróttaiðkendur og þjálfara þeirra
- Bað – og sundlaugavarsla
- Þrif
- Afgreiðsla
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfniskröfur
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Hreint sakavottorð er skilyrði
- Krafa er gerð um gilt hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum Boðið er upp á námskeið fyrir alla starfsmenn við upphaf ráðningar
- Viðkomandi þarf að vera jákvæður, með mjög góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund
- Reynsla af því að vinna með börnum og unglingum er mjög mikilvæg (leikskóli, grunnskóli, íþróttaþjálfun)
- Hæfni til þess að vinna á uppbyggilegan hátt í teymi er mikilvæg
- Þekking og reynsla af skyndihjálp er mikilvæg
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður er mikilvægt
- Samviskusemi og stundvísi er skilyrði
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Skólabraut 1, 270 Mosfellsbær
Lækjarhlíð 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf á Pylsubarnum
Pylsubarinn

Nettó Borgarnesi - Sumarstörf
Nettó

Sumarstarf - Helgarvinna í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Landamæraverðir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Sumarstörf á landsbyggðinni
Arion banki

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær

Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Tiltekt fyrir dreifingu á vörum
Álfasaga ehf

Hlutastarf Sölu- og lagerstarf á Akureyri
BM Vallá

Nettó Borgarnesi - Vaktstjóri kvöld- og helgar
Nettó

SKRIFSTOFUUMSJÓN (Office Coordinator)
atNorth

SKRIFSTOFUUMSJÓN (Office Coordinator)
atNorth