
SKRIFSTOFUUMSJÓN (Office Coordinator)
atNorth leitar nú að þjónustulundaðri manneskju í skrifstofuumsjón (Office Coordinator) í Steinhellu Hafnarfirði.
Við leitum að einstaklingi sem hefur virkilega ánægju af þrifum og snyrtimennsku, hefur hátt þjónustustig og vill tryggja að vinnuumhverfið sé alltaf smekklegt, skipulagt og að vera þannig lykilaðili í því að daglegur rekstur skrifstofunnar gangi vel.
atNorth er ört vaxandi norrænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri gagnavera með sterka áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og að skapa frábæra upplifun á vinnustað.
Um er að ræða framtíðarstarf í fullu starfi sem hentar öllum kynjum.
Ef þú hefur ánægju af því að skapa góða upplifun á vinnustað og vilt starfa í jákvæðu og vaxandi umhverfi, hvetjum við þig til að sækja um.
Í starfinu munt þú gegna mikilvægu hlutverki að skapa jákvætt og skipulagt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk og gestir upplifa fagmennsku, hlýju og góðan anda. Þú munt meðal annars taka á móti gestum, setja fram hádegismat, halda birgðum í lagi og tryggja skipulag og snyrtimennsku í sameiginlegum rýmum. Þú verður einnig tengiliður við þjónustuaðila og tryggir að hreinlæti, þægindi og umhyggja á vinnustað sé ávallt höfð að leiðarljósi, auk þess sem þú sérð um dagleg þrif á skrifstofunni.
- Dagleg þrif og frágangur á sameiginlegum rýmum til að tryggja hreint, snyrtilegt og notalegt vinnuumhverfi
- Móttaka gesta og að tryggja góða fyrstu upplifun
- Umsjón með móttöku, sameiginlegum rýmum og daglegu skipulagi skrifstofu
- Móttaka og framsetning matarsendinga fyrir máltíðir og fundi
- Umsjón með birgðum og pöntunum (kaffi, eldhúsvörur, skrifstofugögn o.fl.)
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er jákvæður, áreiðanlegur og þjónustulundaður
- Hefur auga fyrir smáatriðum og nýtur þess að halda skipulagi
- Á auðvelt með samskipti við fjölbreyttan hóp fólks
- Er sjálfstæður og finnur leiðir til að bæta verklag
- Er fær í íslensku og ensku
- Hefur hreint sakavottorð
- Hefur bílpróf
Helstu kostir þess að vinna hjá atNorth eru
- Við tryggjum að þú fáir viðeigandi þjálfun og símenntun
- Heilsumiðað hugarfar með markmið um jafnvægi starfs og einkalífs
- Íþróttastyrkur til rækta líkama og sál
- Skemmtinefnd sem heldur stuðinu gangandi
- Veitingaþjónusta send á vinnustaðinn
- Fjarskiptapakki og símastyrkur
- Alþjóðlegur vinnustaður með fjölmenningu
Enska
Íslenska










