Norðlingaskóli
Norðlingaskóli
Norðlingaskóli

Norðlingaskóli – Umsjónarkennari á miðstig

Norðlingaskóli leitar að umsjónarkennara til starfa með kraftmiklum og skapandi starfsmannahópi í 5. - 7. bekk. Um er að ræða 100% starf skólaárið 2025-2026, frá 1. ágúst 2025.

Í Norðlingaskóla er áhersla m.a. á teymiskennslu, samkennslu árganga, einstaklingsmiðað nám, smiðjuvinnu, náið samráð við foreldra, nýbreytni og skólaþróun. Allt skólastarf byggir á teymisvinnu starfsfólks.

Norðlingaskóli er heildstæður grunnskóli með um 570 nemendur í 1. – 10. bekk. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í Reykjavík, þ.e. í Norðlingaholti. Við skólann er samþætt grunnskóla- og frístundastarf.

Stefna og starf skólans grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búinn námsskilyrði svo hann megi þroskast og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir umsjónarkennslu og skipuleggur nám og kennslu nemenda í 5. – 7. bekk með stjórnendum og öðrum kennurum í teyminu
  • Tekur þátt í þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
  • Áhugi og vilji til að starfa í teymisvinnu
  • Áhugi á rafrænum kennsluháttum
  • Góð íslenskukunnátta er algjört skilyrði
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Árvað 3, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar