Stekkjaskóli
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli

Myndmenntakennari

Óskað er eftir faglegum, skapandi og áhugasömum kennara til að kenna myndmennt í 100% starfi frá og með 1. ágúst 2025.

Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Þar er stór og vel skipulögð myndmenntastofa þar sem leirbrennsluofn verður í rúmgóðu herbergi.

Næsta haust er gert ráð fyrir um 380 nemendum í 1.-8. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.

Leitað er að metnaðarfullum, barngóðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur færni, menntun og þekkingu til að kenna skapandi kennslugrein.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda 
  • Umsjón með daglegu skólastarfi og viðkomandi nemendahópum 
  • Heldur utan um myndmenntasofu skólans, vélar, verkfæri og innkaup 
  • Samskipti á vegum skólans og við foreldra/forráðamenn 
  • Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar 
  • Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf grunnskólakennara 
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er æskileg sérstaklega í myndmennt eða öðrum list- og verkgreinum 
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð  
  • Hæfni og áhugi á skólastarfi  
  • Góð færni í mannlegum samskiptum   
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku 
  • Áhugi á skólaþróun og skapandi kennsluháttum mikilvægur 
Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur11. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Heiðarstekkur 10
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar