Fellaskóli
Fellaskóli
Fellaskóli

Stærðfræðikennari á eldra stigi

Í Fellaskóla er fjölbreyttur og hæfileikaríkur nemendahópur. Flestir nemendanna tala fleiri en eitt tungumál og tengjast fjölmörgum löndum og menningarsvæðum. Með nemendum starfar öflugur hópur starfsfólks. Skólastarfið einkennist af jákvæðum skólabrag, mikilli samvinnu kennara sem miðar að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, styrkja samskipti innan nemendahópsins og skapa metnaðarfullt námsumhverfi án aðgreiningar þar sem nemendur geta látið drauma sína rætast.

Við höfum undanfarið unnið að ýmsum verkefnum til að bæta kennslu og aðra þjónustu við nemendur. Megináhersla er á málþroska og læsi, leiðsagnarnám og teymisvinnu kennara, ásamt tónlist og skapandi skólastarfi. Í skólanum starfa þrír verkefnisstjórar sem styðja við þessa þætti. Haustið 2024 hefst nýtt þróunarverkefni í samstarfi við Háskólann á Akureyri sem hefur að markmiði að efla læsi og skapandi vinnu á eldra stigi.

Nú vantar okkur stærðfræðikennara á eldra stig í kennarahópinn. Um er að ræða hlutastarf. Kennt er í teymum og ósk okkar er að hafa þrjá stærðfræðikennara í hverjum árgangi sem vinna saman að þróun skólastarfs, skipuleggja kennslu, hópaskiptingu og bera sameiginlega ábyrgð á hópnum. Allir kennarar í Fellaskóla líta á sig sem íslenskukennara og við viljum að stoðþjónusta fari sem mest fram inni í bekk.

Fellaskóli er símalaus skóli, sem þýðir að nemendur nota ekki síma á skólatíma.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda á eldra stigi í samstarfi við teymi kennara.
  • Umsjón með hópi nemenda á eldra stigi.
  • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Faglegur metnaður.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur21. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Norðurfell 17-19 17R, 111 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar