Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Kársnesskóli - deildarstjóri óskast

Kársnesskóli óskar eftir að ráða deildarstjóra í 7. - 10.bekk

Kársnesskóli auglýsir eftir metnaðarfullum deildarstjóra sem hefur farsæla starfsreynslu úr grunnskólastarfi og er tilbúinn að starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans í teymi stjórnenda frá og með 1.ágúst 2025. Í Kársnesskóla starfa um 400 nemendur í 5. - 10.bekk og um 50 - 60 starfsmenn. Skólinn starfar eftir hugmyndafræði ,,Uppeldi til ábyrgðar" sem kennir sjálfsstjórn og ýtir undir hæfni til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Í Kársnesskóla vinnum við í teymum en þannig nýtum við styrkleika og margbreytileika hópsins sem best. Við viljum byggja upp sterkt lærdómssamfélag nemenda og starfsmanna og leggjum áherslu á metnaðarfullt skólastarf.

Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Deildarstjóri situr í stjórnendateymi skólans og starfar samkvæmt stefnu skólans sem tekur m.a. mið af menntastefnu Kópavogsbæjar, skólastefnu skólans, aðalnámskrá grunnskóla, lögum og reglugerðum um grunnskóla og lögum um farsæld barna. 

Deildarstjóri fer með mannaforráð og daglega verkstjórn. Hann þarf að vera öðrum góð fyrirmynd og öflugur ráðgjafi í krefjandi starfsumhverfi. Því skiptir þekking deildarstjóra á viðfangsefnum skóla- og uppeldismála, farsæld og stuðningsúrræða miklu máli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Að vera  faglegur leiðtogi sem yfirfærir sýn og stefnu skólans á skólastarfið með þróunarstarfi og þeim björgum og úrræðum sem við á hverju sinni til að ná þeim markmiðum 

  • Skapa góðan vinnuanda með því að hlúa að starfsmönnum. Stuðla að samvinnu, samkennd og samábyrgð gagnvart faglegu starfi skólans  

  • Samskipti við nemendur og rýni í dagleg störf starfsmanna með það að leiðarljósi að geta veitt ráðgjöf sem nýtist í þeim aðstæðum sem við á hverju sinni 

  • Sinna faglegri kennslufræðilegri forystu með áherslu á þróun í kennsluháttum 

  • Veita starfsfólki endurgjöf og leiðsögn  

  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
  • Tekur þátt í störfum teyma og ráða innan skólans í samráði við skólastjóra 

  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu á mið- eða elsta stigi    
  • Menntun og reynsla í stjórnun æskileg 
  • Forystu- og stjórnunarhæfileikar 
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum   
  • Skipulagshæfileikar 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur18. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kársnesskóli við Kópavogsbraut
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar