Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Umsjónarkennarar á miðstig Kársnesskóla 2025-2026

Kársnesskóli óskar eftir drífandi, kraftmiklum kennurum á miðstig til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi

Lausar eru til umsóknar umsjónarkennarastöður á miðstigi skólans. Kársnesskóli er framsækinn grunnskóli í vesturbæ Kópavogs sem byggður er á góðum gildum en er nú nýr skóli með nemendur í 5. - 10.bekk. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, fjölbreytta kennsluhætti og að allir nemendur nái árangri. Í skólanum eru um 400 nemendur. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á gott samstarf í góðum teymum.

Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall Um er að ræða 100% framtíðarstarf

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn kennsla og umsjón á miðstigi
  • Taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfsins
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans
  • Vinna að því að skapa góðan skólabrag

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er æskileg
  • Áhugi á að vinna í góðu teymi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Upplýsingar gefa skólastjóri, Björg Baldursdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441-4600

Öll, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.

Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur22. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kópavogsbraut 1C, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar