Skeljungur ehf
Skeljungur ehf
Skeljungur ehf

Metnaðarfullur sölumaður óskast

Skeljungur óskar eftir að ráða sölumann til starfa á sölusviði félagsins. Við leitum eftir öflugum og metnaðarfullum aðila sem þrífst í hröðu og síbreytilegu umhverfi.

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt. Fyrirtækið sér um dreifingu eldsneytis, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíu, ábyrði, hreinsi- og efnavöru og öðrum vörum til fyrirtækja.

Hjá Skeljungur starfar fjölbreytt flóra fólks á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Í okkar daglega starfi vinnum við eftir kjarnagildum okkar, við erum jákvæð, við erum tilbúin í breytingar og við erum metnaðarfull. Skeljungur er dótturfélag Styrkás og systurfélög Skeljungs eru Stólpi Gámar og Klettur- sala og þjónusta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti, sala og þjónusta við núverandi viðskiptavini
  • Söluheimsóknir
  • Öflun nýrra viðskiptasambanda, tilboðs- og samningagerð
  • Ráðgjöf varðandi vörur Skeljungs
  • Krossala innan samstæðu Styrkás
  • Setning markmiða, greining tækifæra 
  • Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sölustörfum
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í starfi og frumkvæði
  • Auðvelt að koma frá sér upplýsingum í ræðu og riti
  • Góð þjónustulund, skipulagshæfni og tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegisverður
  • Íþróttastyrkur
  • Heilsufarsmælingar
  • Flensubólusetning
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar