
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Matsveinn/matartæknir/matráður óskast í framreiðslueldhús á hjúkrunarheimilinu Eir
Óskað er eftir matsveini, matartækni eða matráð í framleiðslueldhús Eirar. Um er að ræða 100% og er starfið er laust stax. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem unnið verður úr umsóknum jafnóðum.
Eldhúsið er staðsett að Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík og er miðlægt framleiðslueldhús Eirar, Skjóls og Hamra hjúkrunarheimila og öryggisíbúða í Eirarhúsum og Eirhömrum. Boðið er upp á fjölbreyttan og hollan heimilismat í mötuneytum fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna, öryggisíbúðanna sem og fyrir starfsmenn og gesti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar forstöðumann eldhúss með helstu verkefni og skipulag.
- Eldar samkvæmt matseðli og tekur þátt í að semja matseðla með hliðsjón af hollustu og næringargildi.
- Innkaup eftir þörfum í samráði við forstöumann eldhúss.
- Eftirlit með að reglum um hollustuhætti sé fylgt.
- Sinnir öðrum sérverkefnum sem næsti yfirmaður eða stjórnandi felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðeigandi menntun og réttindi til að starfa sem matsveinn, matartæknir eða matráður.
- Reynsla af matreiðslu.
- Jákvæðni.
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
- Stundvísi.
- Geta unnið sjálfstætt og eftir ákveðnum verklagsreglum og gæðakröfum.
- Nákvæmi, hreinlæti og ábyrgð í störfum.
- Góð íslenskukunnátta.
- Geta til að vinna í hóp
Auglýsing birt2. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfJákvæðniMannleg samskiptiMatreiðsluiðnSjálfstæð vinnubrögðSnyrtimennskaStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Matreiðslumaður óskast
Hótel Hvolsvöllur

Matreiðslumaður / Matráður
IKEA

Starfsmaður í veitingaþjónustu
Lux veitingar

Mötuneyti - Leikskóli í Hafnarfirði
Matarstund

Kokkar & þjónar í sumarstarf - Chefs & waiters for 2026 season (june-august)
Langvía Ehf

Krikaskóli óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús
Krikaskóli

Kvöld og helgarvinna / Evening / weekend
Ginger

Óskum eftir matartækni, matreiðslumanni eða manneskju sem er vön eldhúsvinnu
Vitinn veitingar ehf

Afgreiðslu starf ( íslenska skilyrði )
Aldan fisk og sælkeraverslun

Starfsmaður í mötuneyti
Landsbankinn

Aðstoðarmatráður óskast til starfa í leikskólann Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot

Matráður í mötuneytið á Litla Hrauni
Fangelsismálastofnun ríkisins