IKEA
IKEA
IKEA

Matreiðslumaður / Matráður

IKEA leitar að matreiðslumanni/matreiðslukonu með reynslu og jákvætt hugarfar í frábæra teymið okkar á veitingasviði.

Um er að ræða stöðu svæðisstjóra í mötuneyti og köldu eldhúsi ásamt öðrum fjölbreyttum verkefnum innan veitingasviðs.

Hjá IKEA starfar fjölbreyttur hópur fólks sem vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flest“. Á veitingasviði IKEA er lögð áhersla á samheldni, jákvætt andrúmsloft og framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

Starfssvið:

  • Undirbúningur, framreiðsla, og matreiðsla á veitingastað IKEA
  • Vöruþróun fyrir veitingasvið og matseðlagerð
  • Gæðaeftirlit á matvælum
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur:

  • Menntun í matvælaiðnaði eða öðru sambærilegu er skilyrði
  • Starfsreynsla úr matvælageiranum er skilyrði
  • Þekking á matvælaöryggi og almennt góðum starfsháttum við framleiðslu matvæla
  • Sjálfstæði og drifkraftur
  • Lipurð í samskiptum og jákvæðni
  • Færni til að vinna undir álagi
  • Almenn tölvukunnátta

Vinnutími er alla jafna frá kl. 8-16 virka daga og stakir helgidagar eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 30. janúar. Gera má ráð fyrir að unnið sé úr umsóknum fljótlega eftir að þær berast.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA, [email protected] og Jón Ingi Einarsson veitingastjóri, [email protected]

Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum. 
  • Aðgengi að sumarbústað til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti og salatbar.
  • Ávextir og hafragrautur í boði.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila.
  • Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
  • Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi.
  • Skemmtilegir vinnufélagar.
  • Afsláttur af IKEA vörum.
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur30. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar