Krikaskóli
Krikaskóli
Krikaskóli

Krikaskóli óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús

Laus staða í Krikaskóla í Mosfellsbæ

Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heilstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára eru í skólanum hverju sinni.

Við óskum eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús. Um 100% framtíðarstarf er að ræða. Aðstoðarmaður í eldhúsi vinnur undir leiðsögn matreiðslumanns.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð færni í samskiptum
  • Aldurstakmark 18 ára eða eldri
  • Góð færni í íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 26.janúar 2026

Umsóknir skulu innihalda starfsferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Viktoría Unnur Viktorsdóttir, skólastjóri í síma 578-3400. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sunnukriki 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar