Matráður óskast í afleysingu
Matráður óskast í afleysingu í eitt ár í leikskólann Fögrubrekku
Leikskólinn Fagrabrekka hóf starfsemi sína 22. desember 1976. Fagrabrekka er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins árs til sex ára. Starfað er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia sem kennd er við samnefnda borg á Ítalíu.
Megin áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, einnig er lögð áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð starfsfólks og barna og getu barna til að afla sér reynslu og þekkingar á sínum eigin forsendum. Tónlist og hreyfing er rauði þráðurinn í starfinu sem stuðlar að vellíðan og hefur í för með sér gleði og ánægju. Einkunnarorð leikskólans virðing, gleði og frumkvæði eru ávallt í forgrunni.
Við óskum eftir ábyrgum og metnaðarfullum matráði sem hefur áhuga á að skapa bragðgóðan og næringarríkan mat handa mikilvægustu þegnum landsins - börnunum okkar. Starfið er tímabundin afleysing til eins árs.
Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fagrabrekka.kopavogur.is
- Framleiðir holla og næringarríka fæðu fyrir börnin
- Framleiðir mat fyrir börn með fæðuofnæmi/óþol
- Gerð matseðla og innkaup
- Vinnur samkvæmt því skipulagi sem leikskólastjóri ákveður
- Hefur yfirumsjón með störfum aðstoðarmatráðs
- Mikilvægt er að eiga gott samstarf við börn og aðra starfsmenn leikskólans
- Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús, þvottahús sem og kaffistofu sem yfirmaður felur honum
- Nám í matartækni æskilegt
- Þekking á framreiðslu og bakstri
- Ábyrgur, stundvís, sveigjanlegur og jákvæður einstaklingur
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði, skipulag og metnaður í vinnubrögðum
- Hreinlæti og snyrtimennska
- Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu matvæla
- Þekking á matargerð fyrir börn með bráðaofnæmi og óþol
- Gott vald á íslenskri tungu skilyrði
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Styttri vinnuvika