Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Ás dvalar og hjúkrunarheimili
Ás dvalar og hjúkrunarheimili

Ás - Matartæknir/matreiðslumaður óskast til starfa

Við á Ási dvalar- og hjúkrunarheimili leitum að metnaðarfullum og duglegum matartækni/matreiðslumaður í eldhúsið okkar.

Um er að ræða 100% starfshlutfall. Greitt er eftir kjarasamningi Sameykis og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Vinnutíminn er 7:00-14:00 fjóra virka daga og aðra hverja helgi. Vaktafrí er á fimmtudegi fyrir vinnuhelgi og á mánudegi eftir vinnuhelgi.

Starfslýsing:

Matartæknir ber ábyrgð á faglegu og rekstrarlegu skipulagi og stjórnun eldhúss í samvinnu við yfirmatreiðslumann eldhússins. Hann hefur auk þess umsjón með daglegum rekstri, gæðum og ástandi véla, matvæla og tækjabúnaðar í samvinnu við yfirmatreiðslumann eldhússins.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun/reynsla í að útbúa sérfæði
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Stundvísi og metnaður í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Á hjúkrunarheimilum Grundarheimilanna vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð. Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Gott er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir

Rakel Rós Geirsdóttir, deildarstjóri eldhúsa Grundarheimilanna

rakelrg@dvalaras.is

Við hlökkum til að heyra frá þér !

Auglýsing birt19. desember 2024
Umsóknarfrestur31. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hverahlíð 20-22, 810 Hveragerði
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar