
Vistor
Markaðsstjóri Novo Nordisk
Ert þú metnaðarfullur leiðtogi með brennandi áhuga á markaðssetningu og vilt starfa hjá leiðandi fyrirtæki á sínu sviði? Vistor leitar að markaðsstjóra Novo Nordisk á Íslandi.
Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum markaðsstjóra til að leiða frábæra liðsheild viðskiptastjóra og hafa yfirumsjón með starfi Novo Nordisk á Íslandi. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling sem brennur fyrir markaðssetningu, hefur leiðtogahæfileika og skarpa sýn á tæknivæðingu og stafrænar framfarir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun markaðsdeildar
- Markaðssetning á lyfjum ásamt mótun á stefnu og markmiðum fyrir vörumerki deildarinnar
- Framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og kostnaðaráætlana
- Ábyrgð á viðskiptasambandi og samvinna við Novo Nordisk í Danmörku
- Innleiða tækninýjungar og framfaraverkefni, þar á meðal nýtingu gervigreindar og annarra lausna til að bæta vinnulag
- Hvatning, stuðningur og stjórnun markaðsteymis
- Taka virkan þátt í stjórnendateymi Vistor og stefnumótandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun af heilbrigðissviði, lyfjafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að leiða teymi til árangurs
- Þekking á lyfjamarkaði og íslenska heilbrigðiskerfinu er kostur
- Tæknileg þekking og hæfni til að innleiða nýjungar og nýta stafrænar lausnir
- Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
- Hæfni til að tileinka sér og innleiða tækninýjungar
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
- Hollur og góður morgun- og hádegisverður
- Aðgangur að sund- og líkamsræktarstöð
- Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
DanskaValkvætt
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
ÁætlanagerðDrifkrafturFrumkvæðiHugmyndaauðgiMannleg samskiptiMarkaðsgreiningMarkaðsmál
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarfræðingur - Innrennsliseining dagdeildar gigtar
Landspítali

Deildarstjóri hjá Klettabæ
Klettabær

Ert þú hjúkrunarfræðingurinn sem við leitum eftir!
Landspítali

Director of Device Technology – Center for New Technologies
Embla Medical | Össur

Ert þú hjúkrunarfræðingur með fjölbreytta færni?
Auðnast

Markaðsstjóri Fjölnis
Ungmennafélagið Fjölnir

Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Barnaspítala Hringsins
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Marketing Manager (Iceland)
Wolt

Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Gæðastjóri á bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins