Markaðsstjóri Novo Nordisk

Ert þú metnaðarfullur leiðtogi með brennandi áhuga á markaðssetningu og vilt starfa hjá leiðandi fyrirtæki á sínu sviði? Vistor leitar að markaðsstjóra Novo Nordisk á Íslandi.

Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum markaðsstjóra til að leiða frábæra liðsheild viðskiptastjóra og hafa yfirumsjón með starfi Novo Nordisk á Íslandi. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling sem brennur fyrir markaðssetningu, hefur leiðtogahæfileika og skarpa sýn á tæknivæðingu og stafrænar framfarir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun markaðsdeildar
  • Markaðssetning á lyfjum ásamt mótun á stefnu og markmiðum fyrir vörumerki deildarinnar
  • Framkvæmd og eftirfylgni markaðs- og kostnaðaráætlana
  • Ábyrgð á viðskiptasambandi og samvinna við Novo Nordisk í Danmörku
  • Innleiða tækninýjungar og framfaraverkefni, þar á meðal nýtingu gervigreindar og annarra lausna til að bæta vinnulag
  • Hvatning, stuðningur og stjórnun markaðsteymis
  • Taka virkan þátt í stjórnendateymi Vistor og stefnumótandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun af heilbrigðissviði, lyfjafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að leiða teymi til árangurs
  • Þekking á lyfjamarkaði og íslenska heilbrigðiskerfinu er kostur
  • Tæknileg þekking og hæfni til að innleiða nýjungar og nýta stafrænar lausnir
  • Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
  • Hæfni til að tileinka sér og innleiða tækninýjungar
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Hollur og góður morgun- og hádegisverður
  • Aðgangur að sund- og líkamsræktarstöð
  • Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
DanskaDanska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.Markaðsmál
Starfsgreinar
Starfsmerkingar