

Markaðsstjóri Fjölnis
Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi leitar að skapandi og orkumiklum markaðsstjóra sem er tilbúinn að hugsa stórt og breyta leiknum.
Markaðsstjóri leiðir og skipuleggur fjáröflunar- og markaðsstarf félagsins í samstarfi við deildir þess.
Skipulagning og umsjón með fjáröflunum og öðru markaðsstarfi félagsins
Ná árangri með núverandi og nýjum styrktaraðilum
Skapa markaðs- og kynningarefni fyrir samfélagsmiðla og mótun stefnu í markaðssetningu
Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfu
Reynsla af markaðs- og sölustörfum
Ástríða fyrir íþróttum og þekking á starfsemi íþróttafélaga kostur
Gott vald á íslenskri tungu og reynsla af textagerð
Frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti og góð samskiptafærni
Hreint sakavottorð
Íslenska
Enska

