

Hjúkrunarfræðingar á barnadeild Barnaspítala Hringsins
Við viljum fjölga í okkar öfluga og metnaðarfulla hópi á barnadeild og óskum því eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. Við bjóðum jafnt velkominn áhugasaman og reynslumikinn hjúkrunarfræðing sem og nýútskrifaðan. Starfshlutfall er 50-100%, unnið er í vaktavinnu og eru störfin laus frá 1. janúar 2026 eða eftir samkomulagi.
Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og líflegt starfsumhverfi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahópi barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi. Áhersla er lögð á öryggismenningu og heilnæmt starfsumhverfi þar sem fagfólk býr við sálrænt öryggi.
Íslenska




















































