Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hamraborg

Heilsugæslan Hamraborg auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni í starfsumhverfi sem er í sífellri þróun. Á heilsugæslunni Hamraborg er góð samvinna fagstétta og frábær starfsandi, jafnframt er stutt í helstu stofnbrautir og góðar samgöngur í kring.

Ný og spennandi tækifæri eru til starfsþróunar innan HH, þar sem hjúkrunarfræðingum stendur til boða að þróa sig í starfi s.s starfsþróunarár og sérnám í heilsugæsluhjúkrun. Heilsugæslan Hamraborg leggur áherslu á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning við nýja starfsmenn.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið hjúkrunarfræðinga á heilsugæslu getur verið mjög fjölbreytt:

  • Opin og bókuð móttaka - Í móttöku sinna hjúkrunarfræðingar fólki á öllum aldri, bráðaerindum, bókuðum tímum og símaráðgjöf ásamt því að svara Heilsuveruskilaboðum. Í bókaðri móttöku er tekið á móti erindum s.s. ferðamannaheilsuvernd, sárameðferð, lyfjagjöfum ásamt heilsueflandi móttöku.
  • Skólahjúkrun - Skólahjúkrunarfræðingur sinnir reglubundnu heilbrigðiseftirliti nemenda og fræðslu. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir þörfum hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt hjúkrunarleyfi 
  • Þekking og áhugi á forvarnar- og heilsueflingarstarfi 
  • Reynsla af heilsugæsluhjúkrun kostur 
  • Reynsla af starfi með börnum kostur
  • Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð 
  • Reynsla og áhugi á teymisvinnu 
  • Reynsla af bráða- og slysamóttöku er kostur 
  • Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki 
  • Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta 
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hamraborg 8, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar