

Deildarstjóri hjá Klettabæ
Klettabær leitar að öflugum og lausnamiðuðum leiðtoga með jákvætt viðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileika til að sinna starfi deildarstjóra.
Um Klettabæ
Klettabær sinnir einstaklingum með margþættar þarfir, þar sem lögð er áhersla á sértæka og einstaklingsmiðaða þjónustu. Við vinnum út frá hugmyndafræðinni um fjöláfalla- og tengslamiðaðan stuðning með það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum, þátttöku og lífsgæðum ungs fólks á eigin forsendum.
Einkennisorð okkar eru: Ástríða – Fagmennska – Gleði – Umhyggja
Hlutverk og ábyrgð
Deildarstjóri ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu við þjónustunotendur og starfsmannahóps heimilis í samráði við forstöðumann, sviðsstjóra og fagteymi.
- Gera einstaklingsáætlanir í samstarfi við þjónustunotendur, fagteymi Klettabæjar og forstöðumenn
- Tryggja að framvinda einstaklingsáætlana sé metin reglulega
- Vera í samskiptum við forsjáraðila og aðra lykilaðila
- Aðlaga nýja starfsmenn ásamt því að leiðbeina og styðja sinn starfsmannhóp
- Hafa umsjón með daglegri forgangsröðun og framkvæmd verkefna
- Þróa verkferla og tryggja miðlun upplýsinga til starfsfólks
- Útbúa vaktaplön
- Fylgja eftir verklagi og gæðum þjónustu
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda
- Reynsla af stjórnun er æskileg
- Frábær samskipta- og leiðtogafærni
- Sveigjanleiki, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Frumkvæði og jákvæðni í starfi
- Viðkomandi þarf að hafa náð 25 ára aldri
- Bílpróf
- Hreint sakavottorð
Við leggjum áherslu á starfsánægju, góða starfsaðlögun og markvissa þjálfun.
Hjá okkur færðu tækifæri til að:
- Þróa þig í starfi með handleiðslu og fræðslu
- Taka virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu
- Vinna í umhverfi þar sem metnaður, samkennd og fagmennska eru í fyrirrúmi











