Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Mannauðssérfræðingur

Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf mannauðssérfræðings á sviði mannauðsmála. Starfið er bæði fjölbreytt og spennandi fyrir aðila sem er sífellt til í að þróast og takast á við nýjar áskoranir. Staðan er 100% og heyrir undir mannauðsstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í stefnumótun og framkvæmd mannauðsmála
  • Ráðningar og móttaka nýs starfsfólks
  • Ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda um mannauðs-, launa- og kjaratengd mál
  • Fræðsla og þjálfun fyrir starfsfólk og stjórnendur
  • Eftirfylgni með jafnlaunakerfi
  • Umsjón með könnunum, launagreiningum, gagnavinnslu og skráningum
  • Umsýsla dvalar- og atvinnuleyfi og þjónusta við erlent starfsfólk
  • Þátttaka í þróun ferla og umbóta á sviði mannauðsmála
  • Önnur verkefni sem til falla
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mikil reynsla af mannauðs- og kjaramálum
  • Háskólamenntun í mannauðsstjórnun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Hæfni við meðferð trúnaðarupplýsinga
  • Jákvæðni, þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Færni til að greina gögn
  • Hæfni til að geta unnið sjálfstætt
  • Frumkvæði, fagmennska og öguð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
Auglýsing birt20. september 2024
Umsóknarfrestur29. september 2024
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar