Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili

Mannauðsráðgjafi

Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru að leita að mannauðsráðgjafa í stækkandi teymi.
Eir, Skjól og Hamrar eru samrekin hjúkrunarheimili og eru skrifstofur á Eir hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík. Starfsemin er umfangsmikil og fjöldi starfsfólks er yfir 650 með fjölbreyttan bakgrunn og skýran tilgang.
Það eru fjölmargar spennandi áskoranir fram undan með innleiðingu fræðslukerfis, bættum ferlum í mannauðsmálum og aukinni þjónustu.
Um er að ræða 100% starf sem er laust frá 1. desember eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og þjónusta við stjórnendur og starfsfólk
  • Aðstoð við ráðningar og móttaka nýliða
  • Fræðsla, þróun og þjálfun stjórnenda og starfsfólks
  • Verkefni tengd vinnuvernd, heilsu og öryggi starfsfólks
  • Þátttaka í mótun stefna, ferla og verklags í mannauðsmálum
  • Þátttaka í umbótaverkefnum
  • Ýmis önnur skemmtileg verkefni á sviði mannauðsmála
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í mannauðsstjórnun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Mjög góð samskiptahæfni og sjálfstæði í verkefnum
  • Frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af mannauðsmálum er æskileg
  • Góð excel- og tölvufærni
  • Áhugi á vinnuverndarmálum
  • Reynsla af umbótum
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt11. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar